Augnlæknar Reykjavíkur
Hjá Augnlæknum Reykjavíkur starfa 11 sérfræðingar í augnlækningum auk 6 annarra starfsmanna.
Sérfræðingar okkar sinna almennri augnlæknaþjónustu auk flestra undirsérgreina augnlækninga. Meirihluti þeirra starfar jafnframt við augnskurðlækningar á Augndeild Landspítala og Handlæknastöðinni í Glæsibæ.
Augnlæknar Reykjavíkur fagna í ár 20 ára starfsafmæli. Fyrirtækið stendur á gömlum merg en hyggur jafnframt á miklar endurbætur á komandi misserum.
Skrifstofustjóri á augnlæknastöð
Augnlæknastofa leitar að skrifstofustjóra. Okkur vantar manneskju sem er lipur í samskiptum, úrræðagóð með góða skipulagshæfileika til að leiða starf stofunnar. Skrifstofustjóri hefur umsjón með skipulagi starfseminnar, er yfirmaður ritara og annars starfsfólk og styður augnlæknana okkar í sínu starfi. Við viljum nútímavæða okkar starfsemi til að verða betri vinnustaður og þjóna okkar skjólstæðingum sem best og skrifstofustjóri mun leiða það starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulag daglegrar starfsemi
- Starfsmannahald
- Innkaup og gerð reikninga
- Símsvörun og bókanir í samstarfi við ritara
- Bein þáttaka í móttöku skjólstæðinga
- Móttaka beiðna til lækna
- Umbótastarf í samvinnu við stjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
- Alls konar menntun getur gagnast í þessu starfi
- Reynsla af heilbrigðisþjónustu er stór kostur
- Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af sjúkraskrárkerfinu Sögu er kostur
- Reynsla af umbótastarfi er kostur
Vinna okkar byggir mikið á notkun tækja og viðkomandi þarf að vera ófeiminn við að setja sig inn í ýmislegt sem tengist þeim.
Auglýsing birt21. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiInnleiðing ferlaMannleg samskiptiReikningagerðSkipulagÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (2)