Kerecis
Kerecis
Kerecis (www.kerecis.com) er líftæknifyrirtæki sem er frumkvöðull í notkun á roði og fitusýrum í lækningartilgangi. Vörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar vefjaskaða s.s. þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum og til margskonar uppbyggingar á líkamsvef. Gildi Kerecis byggja á samúð, heiðarleika og áhugasemi. Um 400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Sölumenn Kerecis selja vörur fyrirtækisins beint til heilbrigðisstofnana á Íslandi, á Þýskumælandi mörkuðum og Bandaríkjunum. Í öðrum heimshlutum er selt í gegnum dreifingaraðila. Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða. Tækni félagsins hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í samstarfi um þróun og notkun á tækni þess víða um heim m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis m.a. notaðar af mörgum stærstu spítölum landsins.
Kerecis

SKRIFSTOFUSTJÓRI

Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar sára og vefjaskaða.Tækni Kerecis byggir á roði og fitusýrum og er tæknin notuð við meðhöndlun á margskonar vandamálum, s.s. sykursýkisssárum, brunasárum, munnholssárum sem og til að flýta fyrir gróanda og til að styrkja líkamsvef eftir skurðaðgerðir.
Kerecis er á lista Financial Times yfir þau 1000 fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Félagið á í rannsóknar- og þóunarsamstarfi við aðila víða um heim m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir.
Kerecis sáraroð á þátt í bata þúsunda um allan heim árlega.
Um 500 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, Reykjavík, Sviss, Þýskalandi, Austurríki og í Bandaríkjunum.

Skrifstofustjórinn sér til þess að hjólin snúist á
skrifstofu Kerecis í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð
Daglegur rekstur skrifstofu
Umsjón bréfasamskipta og undirritunarferli samninga
Skjölun og frágangur skjala
Almenn skrifstofuverkefni og aðstoð á skrifstofu forstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun er kostur
Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Góð tölvukunnátta
Þjónustulund og glaðleg framkoma
Auglýsing stofnuð19. maí 2023
Umsóknarfrestur9. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Laugavegur 77, 101 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.