

SKRIFSTOFUSTJÓRI
Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar sára og vefjaskaða.Tækni Kerecis byggir á roði og fitusýrum og er tæknin notuð við meðhöndlun á margskonar vandamálum, s.s. sykursýkisssárum, brunasárum, munnholssárum sem og til að flýta fyrir gróanda og til að styrkja líkamsvef eftir skurðaðgerðir.
Kerecis er á lista Financial Times yfir þau 1000 fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Félagið á í rannsóknar- og þóunarsamstarfi við aðila víða um heim m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir.
Kerecis sáraroð á þátt í bata þúsunda um allan heim árlega.
Um 500 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, Reykjavík, Sviss, Þýskalandi, Austurríki og í Bandaríkjunum.
Skrifstofustjórinn sér til þess að hjólin snúist á
skrifstofu Kerecis í Reykjavík.