Landsréttur
Landsréttur
Hinn 1. janúar 2018 tóku gildi ný lög um dómstóla. Með þeim var gerð sú breyting að dómstigin, sem áður voru tvö, urðu þrjú með tilkomu sérstaks millidómstigs. Nýr dómstóll, Landsréttur, var þá settur á fót sem millidómstig og tók dómstóllinn til starfa 1. janúar 2018. Til Landsréttar er unnt að skjóta úrlausnum héraðsdómstólanna átta og verða úrlausnir hans endanlegar í flestum málum. Í sérstökum tilvikum og að fengnu leyfi Hæstaréttar Íslands má skjóta niðurstöðum Landsréttar til Hæstaréttar. Landsréttur er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, að Vesturvör 2, 200 Kópavogi, en tekur til landsins alls. Fimmtán dómarar eiga sæti við Landsrétt og taka þrír dómarar þátt í meðferð máls fyrir dómi að jafnaði, með þeim undantekningum sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Forseti Landsréttar er Hervör Þorvaldsdóttir.
Landsréttur

Skrifstofustarf í Landsrétti

Landsréttur auglýsir laust til umsóknar skrifstofustarf við Landsrétt.

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á skipulagshæfileika, öguð vinnubrögð og hæfni til að vinna sjálfstætt.

Helstu verkefni og ábyrgð
Móttaka og skráning mála í málaskráarkerfi
Símsvörun og afgreiðsla
Verkefni dómritara
Varsla og frágangur gagna
Að leysa úr öðrum tilfallandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
Stúdentspróf eða annað sambærilegt nám
Góð íslenskukunnátta og færni í rituðu máli
Færni í ritvinnslu og helstu kerfum Office
Reynsla af málaskrárkerfi GoPro er æskileg
Hæfni í mannlegum samskiptum, rík þjónustulund og sveigjanleiki
Auglýsing stofnuð13. maí 2023
Umsóknarfrestur30. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Vesturvör 2, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.