Útfararstofa Kirkjugarðanna
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Útfararstofa Kirkjugarðanna

Skrifstofustarf

Útfararstofa Kirkjugarðanna óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu.

Starfið er fjölbreytt og felur í sér mikil samskipti við viðskiptavini, móttöku þeirra og aðstoð við undirbúning útfara, í því felst m.a. að bóka staðsetningu og tónlistaratriði. Starfið felur jafnframt í sér símsvörun, reikningagerð og önnur tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af þjónustustarfi og rík þjónustulund
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvætt og faglegt viðmót
  • Nákvæmni, samviskusemi og öguð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur20. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vesturhlíð 2
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar