

Skrifstofumaður - Áhugavert starf hjá brjóstaskurðlækningum á Brjóstamiðstöð
Í boði er áhugavert starf skrifstofumanns við umsjón og skráningu heilbrigðisgagna á brjóstaskurðlækningadeild ásamt skipulagi og undirbúningi þverfaglegra samráðsfunda. Við sækjumst eftir skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund og sem á auðvelt með að vinna í teymi.
Brjóstaskurðlækningar er sjálfstæð sérgrein innan Brjóstamiðstöðvar Landspítala á Eiríksgötu 5. Á Brjóstamiðstöð starfar öflugt teymi sérfræðinga frá mörgum sérgreinum og fagstéttum. Þjónustan er í stöðugri þróun þar sem mikil áhersla er lögð á þjónustumiðaða nálgun og tæknivæðingu eininga.
Á einingunni er lögð sterk áhersla á teymisvinnu og uppbyggingu mannauðs með það í huga að byggja upp skemmtilegan vinnustað með möguleika á að taka þátt í daglegri umbótavinnu samhliða hefðbundnum störfum.
Næsti yfirmaður er yfirlæknir brjóstaskurðlækningadeildar. Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í dagvinnu og er starfið laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.































































