TrackWell
Trackwell er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum sem tengja saman vinnu mannauðs og notkun tækja við starfsemi fyrirtækja og stofnana. Starfsmenn eru 40 og viðskiptavini eru ríflega 1000 bæði hérlendis og erlendis.
Skrifstofu- og fjármálastjóri
Trackwell leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf skrifstofu- og fjármálastjóra. Um er að ræða fjölbreytt starf á skemmtilegum vinnustað.
Starfið felst í yfirumsjón og ábyrgð á bókhald, uppgjörum og skrifstofumálum. Þá kemur skrifstofu- og fjármálastjóri að stefnumótun, áætlanagerð, útboðsverkefnum og greiningum tengdum rekstri. Starfið krefst mikilla samskipta við stjórnendur og starfsfólk.
Skrifstofu- og fjármálastjóri situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur skrifstofu og fjármálastjórn.
- Reikningshald og samskipti við endurskoðendur.
- Launaútreikningur og VSK uppgjör.
- Reikningagerð og innheimta.
- Áætlanagerð í samstarfi við framkvæmdastjóra.
- Greiningarvinna og gerð stjórnendaupplýsinga.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi,
- Reynsla af sambærilegum verkefnum.
- Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu fjármálaupplýsinga.
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni.
- Metnaður, frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í starfi.
- Ögun í vinnubrögðum og geta til að hafa yfirsýn yfir verkefni.
- Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt5. nóvember 2024
Umsóknarfrestur13. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Laugavegur 178, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar