Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Skrifstofa Vinnuskólans og Skólagarða

Skemmtilegur og hress vinnustaður leitar að liðsauka.

Vinnuskóli Kópavogs starfar í júní og júlí ár hvert. Þar gefst 14 - 17 ára unglingum (fæðingarár 2008 – 2011) kostur á að vinna við fjölbreytt störf hjá bæjarfélaginu. Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Í skólanum er unglingum kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.

Í Vinnuskólanum og Skólagörðunum starfar um 70 starfsfólk (yfirflokkstjórar, flokkstjórar, aðstoðarflokkstjórar ásamt starfsfólki á skrifstofu). Um 1.200 unglingar starfa í Vinnuskólanum og um 200 börn eru í Skólagörðunum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Upplýsingagjöf til foreldra gegnum símtöl
  • Uppfærsla á heimasíðu Vinnuskólans
  • Umsjón með launafærslum
  • Eftirfylgni með nemendum sem vinna utan hefðbundna hópa
  • Önnur tilfallandi verkefni sem eru fjölmörg
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af starfi Vinnuskóla æskileg
  • Skipulagshæfileikar
  • Gott vald á íslenskri tungu
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Aldurtakmark fyrir störfin er 22 ára
Auglýsing birt3. febrúar 2025
Umsóknarfrestur20. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar