Lindaskóli
Lindaskóli
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 31 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Lindaskóli

Skólastjóri Lindaskóla

Leitað er að öflugum skólastjóra í Lindaskóla sem hefur góða hæfni í samskiptum og samstarfi, vilja til að þróa framsækið skólastarf, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Hlutverk skólastjóra er að vera faglegur leiðtogi og byggja upp jákvæðan skólabrag og skapandi skólastarf, sem er í stöðugri þróun í samvinnu við nemendur, starfsfólk/kennara, foreldra og skólayfirvöld.

Lindaskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur við Núpalind. Skólinn var stofnaður árið 1997 og er með um 450 nemendur. Lögð er áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu og jákvæðan skólabrag. Skólinn leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Hann leggur jafnframt áherslu á umhverfismennt og tekur þátt í Grænfánaverkefninu. Í Lindaskóla er lögð áhersla á notkun spjaldtölva í skólastarfi. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveit skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna hefur verið milli skólans og heimila í nærumhverfinu.

Um er að ræða spennandi starf fyrir framsækinn einstakling sem vill leiða uppbyggingu og mótun skólastarfs, börnum til heilla.

Menntunar- og hæfniskröfur
Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
Kennslureynsla á grunnskólastigi.
Framhaldsmenntun (Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, stjórnunar eða sambærilegra greina.
Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu, nýbreytni og þróun í skólastarfi.
Reynsla af rekstri skóla og gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana er æskileg.
Leiðtogahæfni, góð hæfni í samskiptum og skipulagshæfileikar.
Auglýsing stofnuð23. mars 2023
Umsóknarfrestur18. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Núpalind 7, 201 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.