

Skólastjóri Lindaskóla
Leitað er að öflugum skólastjóra í Lindaskóla sem hefur góða hæfni í samskiptum og samstarfi, vilja til að þróa framsækið skólastarf, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Hlutverk skólastjóra er að vera faglegur leiðtogi og byggja upp jákvæðan skólabrag og skapandi skólastarf, sem er í stöðugri þróun í samvinnu við nemendur, starfsfólk/kennara, foreldra og skólayfirvöld.
Lindaskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur við Núpalind. Skólinn var stofnaður árið 1997 og er með um 450 nemendur. Lögð er áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu og jákvæðan skólabrag. Skólinn leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Hann leggur jafnframt áherslu á umhverfismennt og tekur þátt í Grænfánaverkefninu. Í Lindaskóla er lögð áhersla á notkun spjaldtölva í skólastarfi. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveit skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna hefur verið milli skólans og heimila í nærumhverfinu.
Um er að ræða spennandi starf fyrir framsækinn einstakling sem vill leiða uppbyggingu og mótun skólastarfs, börnum til heilla.











