
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Skólaritari við Grunnskólann í Borgarnesi
Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi með nemendum, samstarfsfólki, foreldrum og öðrum þeim er að skólanum koma.
Ritari vinnur náið með skólastjóra og öðrum stjórnendum skólans. Hann hefur umsjón með afleysingum vegna veikinda og fjarveru starfsmanna. Ritari heldur utan um nemendabókhald skólans og í því felst m.a. að geyma og viðhalda upplýsingum um nemendur, vottorð, einkunnablöð og önnur skjöl tengd nemendum til að tryggja réttindi og framgang þeirra. Ritari aðstoðar við innkaup og metur innkaupaþörf með starfsfólki og skólastjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg afgreiðsla og símsvörun
- Annast skráningu í Mentor
- Hefur umsjón með afleysingum vegna veikinda og fjarveru starfsmanna
- Sér um pantanir fyrir skólann
- Annast skjalavörslu og ýmis konar skýrslugerð
- Umsjón með heimasíðu skólans
- Annast undirbúning og frágangsvinnu við upphaf og lok skólaárs
- Önnur störf sem ritara er falið
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af starfi í skóla er kostur og áhugi á umgengni við börn er skilyrði
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð þekking og færni í helstu forritum Google og Office 365 umhverfinu og góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg svo sem forrit eins og wordpress, excel og word
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfni
- Rík þjónustulund og samstarfs- og samskiptahæfileikar
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gunnlaugsgata 13, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)

Flokkstjórar í Vinnuskóla Borgarbyggðar
Borgarbyggð

Stuðningsfulltrúi við Kleppjárnsreykjadeild GBF
Borgarbyggð

Leiðbeinandi í sumarfjöri
Borgarbyggð

Leikskólakennari/Leiðbeinandi í Klettaborg
Borgarbyggð

Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar
Borgarbyggð

Spennandi sumarstarf í búsetuþjónustu
Borgarbyggð

Sumarstörf í áhaldahúsi
Borgarbyggð

Einstaklingsstuðningur fyrir börn og ungmenni
Borgarbyggð
Sambærileg störf (1)