Ungbarnaleikskólinn Ársól

Skólar ehf Völundarhús 1, 112 Reykjavík


Hefur þú gaman af því að kenna ungum börnum?

Viltu starfa með fólki sem tileinkar sér jákvæðni, samvinnu og gleði?

Hefur þú áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum?

Ungbarnaleikskólinn Ársól leitar að leikskólakennara í fullt starf sem getur hafið störf sem fyrst. Skólinn er sjálfstætt starfandi og rekinn af Skólum ehf. og staðsettur í Grafarvogi í Reykjavík.

Ársól er þriggja deilda heilsuleikskóli sem starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur og viðmiðum Heilsueflandi leikskóla.

Við bjóðum starfsfólki okkar:

 •     Jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag
 •     Sveigjanlegan vinnutíma
 •     Þrjár heilsusamlegar máltíðir á dag
 •     Heilsueflingu og líkamsræktarstyrk
 •     Fata- og samgöngustyrk
 •     Veglegar jólagjafir og árshátíð í boði fyrirtækisins
 •     Skemmtilegt félagslíf og hópefli

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Uppeldismenntaður starfsmaður
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun eða starfsreynslu.

Vinsamlegast sækið um í gegnum heimasíðu Skóla ehf. www.skolar.is/umsoknir/

Frekari upplýsingar veitir Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri arsol@skolar.is eða í síma 563-7730

Auglýsing stofnuð:

06.08.2019

Staðsetning:

Völundarhús 1, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi