Dalskóli
Dalskóli
Dalskóli

Skólaliði - Dalskóli

Skólaliði óskast í Dalskóla í 80-100% starf.

Skólaliðar standa vaktina í frímínútum og sjá til þess að skólinn sé snyrtilegur.

Starfið er laust nú þegar.

Dalskóli er samrekinn leik-, grunnskóli ásamt frístundaheimilinu Úlfabyggð. Í skólanum eru rúmlega 500 börn á grunnskólaaldri frá 1.bekk - 10. bekk. Óskað er eftir skólaliða fyrir grunnskólahluta Dalskóla.

Skólinn er staðsettur í Úlfarsárdal í nýrri og glæsilegri byggingu neðst í dalnum.

Lögð er áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu. Í skólanum ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans. Lögð er áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf. Skólinn starfar eftir hugmyndafræðinni um jákvæðan aga og er þróunarskóli í leiðsagnarnámi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gætir öryggi barna í frímínútum.
  • Þrif á skólanum
  • Önnur tilfallandi verk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kostur að hafa lokið námi sem skólaliði, en ekki skilyrði.
  • Hafa reynslu af störfum með börnum.
  • Færni í samskiptum, sveigjanleika og jákvæðni.
  • Skipulögð vinnubrögð og stundvísi.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Menningarkort-bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt24. janúar 2025
Umsóknarfrestur5. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Grunnfærni
Staðsetning
Úlfarsbraut 118-120 118R, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar