![Vallaskóli, Selfossi](https://alfredprod.imgix.net/logo/80082eac-cfdb-4002-a907-d31d5e963ba2.png?w=256&q=75&auto=format)
![Vallaskóli, Selfossi](https://alfredprod.imgix.net/cover/ff1c03c2-ce05-41ff-88bd-ce29c62dcdb3.png?w=1200&q=75&auto=format)
Skólafélagsráðgjafi við Vallaskóla
Vallaskóli auglýsir eftir skólafélagsráðgjafa í 100% starfshlutfall frá 1. apríl 2025 eða eftir samkomulagi.
Vallaskóli óskar eftir að ráða skólafélagsráðgjafa í fullt starf. Um er að ræða nýja stöðu vegna innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Viðkomandi þarf að hafa menntun og starfsréttindi félagsráðgjafa ásamt þekkingu á úrræðum bæði ríkis og sveitarfélaga. Vallaskóli er rótgróinn 530 nemenda skóli í Sveitarfélaginu Árborg sem leggur áherslu á jákvæðan aga, fjölmenningarlega kennslu og snemmtæka íhlutun. Rúmlega 100 starfsmenn vinna við skólann.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Nemendaráðgjöf m.a. vegna félaglegs, námslegs og/eða tilfinningalegs vanda
- Foreldraráðgjöf vegna nemenda m.a. vegna uppeldis, hegðunarerfiðleika og/eða samskipta innan fjölskyldu
- Ráðgjöf og handleiðsla við starfsmenn skóla vegna nemenda
- Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna, tengiliður skóla
- Hafa þverfaglegt samstarf við velferðarþjónustu, heilsugæslu, barnavernd og aðrar stofnanir sem koma að málefnum nemenda.
- Sjálfstyrkinganámskeið fyrir minni og stærri hópa
- Forvarnavinna í samráði við skólastjóra og þátttaka í mótun forvarnaáætlana
- Samvinna við aðila innan skóla og utan sem tengdir eru málefnum einstakra nemenda og/eða nemendahópa
- Þátttaka í mótun og þróun úrræða fyrir nemendur
- Þátttaka í viðbragðsteymi skólanna sem virkjað er þegar alvarleg mál koma upp
- Fundarseta í nemendaverndarráðum skólanna
- Háskólapróf í félagsráðgjöf og starfsréttindi félagsráðgjafa á Íslandi
- Þekking og reynsla af viðtalstækni við börn er skilyrði
- Þekking og vinnsla með greiningartæki er kostur (s.s. Estermat)
- Geta til að nýta viðurkennda vísindalega þekkingu við úrlausn mála
- Áhugi á að vinna að velferð barna og ungmenna
- Krafa er um lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleika
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og koma frá sér vönduðum skriflegum texta
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor, að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Hafnarfjarðarbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/34ef851d-fa7f-4314-8e05-f849b23f1e64.png?w=256&q=75&auto=format)
![Dalvíkurbyggð](https://alfredprod.imgix.net/logo/4b434868-216b-4e17-8541-9724dc075722.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjavíkurborg - Velferðarsvið](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-8b5068b1-2da0-4395-b0ee-b51385a40264.png?w=256&q=75&auto=format)
![Heilbrigðisstofnun Suðurlands](https://alfredprod.imgix.net/logo/2efd81fb-9266-401a-a3fd-a9c3e3a70995.png?w=256&q=75&auto=format)
![Fjölskyldusvið](https://alfredprod.imgix.net/logo/3f8c18ff-d506-4976-b292-c5180264aea9.png?w=256&q=75&auto=format)