Vallaskóli, Selfossi
Vallaskóli, Selfossi
Vallaskóli, Selfossi

Skólafélagsráðgjafi við Vallaskóla

Vallaskóli auglýsir eftir skólafélagsráðgjafa í 100% starfshlutfall frá 1. apríl 2025 eða eftir samkomulagi.

Vallaskóli óskar eftir að ráða skólafélagsráðgjafa í fullt starf. Um er að ræða nýja stöðu vegna innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Viðkomandi þarf að hafa menntun og starfsréttindi félagsráðgjafa ásamt þekkingu á úrræðum bæði ríkis og sveitarfélaga. Vallaskóli er rótgróinn 530 nemenda skóli í Sveitarfélaginu Árborg sem leggur áherslu á jákvæðan aga, fjölmenningarlega kennslu og snemmtæka íhlutun. Rúmlega 100 starfsmenn vinna við skólann.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Nemendaráðgjöf m.a. vegna félaglegs, námslegs og/eða tilfinningalegs vanda
  • Foreldraráðgjöf vegna nemenda m.a. vegna uppeldis, hegðunarerfiðleika og/eða samskipta innan fjölskyldu  
  • Ráðgjöf og handleiðsla við starfsmenn skóla vegna nemenda
  • Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna, tengiliður skóla
  • Hafa þverfaglegt samstarf við velferðarþjónustu, heilsugæslu, barnavernd og aðrar stofnanir sem koma að málefnum nemenda.  
  • Sjálfstyrkinganámskeið fyrir minni og stærri hópa
  • Forvarnavinna í samráði við skólastjóra og þátttaka í mótun forvarnaáætlana
  • Samvinna við aðila innan skóla og utan sem tengdir eru málefnum einstakra nemenda og/eða nemendahópa
  • Þátttaka í mótun og þróun úrræða fyrir nemendur
  • Þátttaka í viðbragðsteymi skólanna sem virkjað er þegar alvarleg mál koma upp
  • Fundarseta í nemendaverndarráðum skólanna 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í félagsráðgjöf og starfsréttindi félagsráðgjafa á Íslandi 
  • Þekking og reynsla af viðtalstækni við börn er skilyrði
  • Þekking og vinnsla með greiningartæki er kostur (s.s. Estermat)
  • Geta til að nýta viðurkennda vísindalega þekkingu við úrlausn mála
  • Áhugi á að vinna að velferð barna og ungmenna
  • Krafa er um lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleika
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og koma frá sér vönduðum skriflegum texta
  • Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor, að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu 
Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur24. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólvellir 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar