

Skóla- og frístundaliði - Víðistaðaskóli
Víðistaðaskóli auglýsir eftir skóla- og frístundaliða fyrir skólaárið 2022-2023.
Víðistaðaskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða. Um er ræða 50-60% starf fyrri part dags frá 1.8.2022.
Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970, skólinn er heildstæður skóli með 1. - 10. bekk og eru nemendur um 530. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta. Í Víðistaðaskóla fögnum við fjölbreytileikanum og er áhersla lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á líðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti og góðan námsárangur. Unnið er að þróun teymiskennslu og notkunar spjalda í skólastarfi. Í skólanum er metnaðarfullt starf sem byggir á skólaþróun og nemendalýðræði. Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóli og starfar í anda grænfánans þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda sem annarra í skólasamfélaginu. Í Víðistaðaskóla er góður starfsandi og samheldni meðal allra sem í skólanum starfa.
Í tómstundamiðstöðinni er starfsemi frístundaheimilis fyrir 6-9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10-16 ára börn. Markmið tómstundamiðstöðvarinnar er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.
Hraunkot er fyrir nemendur 1.- 4. bekk í Víðistaðaskóla. Þar gefst foreldrum kostur á að lengja viðveru barna sinna eftir að skólastarfi lýkur eftir þörfum hvers og eins.




































