

Skóla- og frístundaliði í Skarðsel - Skarðshlíðarskóli
Við auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum skóla- og frístundaliða í 30-50% starfshlutfall í Skarðsel sem er frístundaheimili Skarðshlíðarskóla
Frístundaheimilið er fyrir nemendur í 1. – 4. bekk Skarðshlíðarskóla en það er opið eftir að skóla lýkur til kl 17:00 alla virka daga.
Gildi skólans eru samvinna, vinátta og þrautseigja.
Í Skarðshlíðarskóla eru áhugasamir og skemmtilegir nemendur, metnaðarfullt starfsfólk og öflugur foreldrahópur. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda, teymiskennslu, fjölbreytta kennsluhætti, SMT skólafærni og að allir nemendur nái góðum árangri í leik og starfi. Mílan er órjúfanlegur hluti af skólastarfinu en í því felst að nemendur og starfsfólk fer út daglega og gengur, skokkar eða hleypur í 15 mínútur.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð






























