

Skóla- og frístundaliði í frístundaheimilið Tröllaheima - Áslandsskóli
Skóla- og frístundaliði í fyrir skólaárið 2023-2024
Áslandsskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 50% starf á frístundaheimilið Tröllaheima.
Um er að ræða hlutastarf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í 1. – 4. bekk í frístundaheimilinu Tröllaheimum eftir hádegi virka daga frá kl. 13:00 til kl. 17:00. Starfið hentar vel sem aukavinna með námi eða öðru starfi.
Tröllaheimar býður upp á fjölbreytt tómstundarstarf þar sem áhersla er lögð á að bjóða upp á skipulagðar tómstundir við hæfi hvers og eins. Á skipulagsdögum skólans og virkum dögum í jóla- og páskafríi er frístundaheimilið opið frá kl. 8:00 til kl. 17:00.
Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og eru um 450 nemendur í skólanum. Einkunnarorð skólans eru samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum, styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda og skapa jákvæðan skólabrag.




































