Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliði í baðvörslu - Hraunvallaskóli

Skólinn hefur þá sérstöðu að innan veggja hans er rekinn bæði leik- og grunnskóli. Segja má að nemendur hefji skólagöngu sína átján mánaða í Hraunvallaskóla og ljúki henni við sextán ára aldur. Hraunvallaskóli starfar eftir hugmyndafræði opna skólans og er byggingin hönnuð með það í huga. Kennsla er miðuð við að mæta ólíkum þörfum einstaklinga sem læra að skipuleggja nám sitt sjálfir og meta árangur sinn. Í kennsluskipulagi er lögð áhersla á skipulag sem byggir á hópavinnu, þemanámi, einstaklingsvinnu, þrautalausnum, gagnrýnni hugsun og færni nemenda til að afla sér þekkingar og nýta sér nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni í því skyni. Kennarar vinna saman í teymum í kennslustundum og við skipulagningu og undirbúning kennslunnar. Nemendur í sama árgangi eru í sameiginlegum umsjónarhópum með sameiginlega umsjónarkennara á sínum heimasvæðum. Dyggðir Hraunvallaskóla eru vinátta – samvinna – ábyrgð.

Ráðningatímabil er frá 1. nóv. til 31. maí. Starfshlutfall er um 57%.

Unnið er eftir vaktarúllu 2x í viku virka daga og annan hvern föstudag frá kl. 16:00-22:30, auk þess sem unnið er annan hvern laugadag frá kl. 10:00-16:00.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoða nemendur, huga að líðan þeirra og öryggi
  • Almenn baðvarsla og þrif í íþróttahúsi
  • Aðstoða og fylgjast með nemendum í búningsklefum
  • Almenn þrif eftir þar til gerðri áætlun, halda húsnæði snyrtilegu
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni sem ætlað er að skapa jákvætt andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu skóla- og frístundaliða og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Reynsla af starfi með börnum æskileg
  • Samstarfs- og samskiptahæfni
  • Áhugi á faglegu starfi með börnum og unglingum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Stundvísi og samviskusemi

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir skólastjóri, gudbjorgn@hraunvallaskoli.is og Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri, gudbjorgi@hraunvallaskoli.is eða í síma 590 2800.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við STH.

Umsóknarfrestur er til og með 22. nóv. 2024.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur22. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (22)
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliði í frístundaheimilið Selið - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsfólk á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk - Drekavellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri yngsta stigs – Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari/þroskaþjálfi - Leikskólinn Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari í miðdeild - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Stærðfræðikennsla í unglingadeild – Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Aðstoðardeildarstjóri í tómstundamiðstöð - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri í sértækt búsetu úrræði
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Náms- og starfsráðgjafi - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari/þroskaþjálfi - Leikskólinn Víðivellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari - Leikskólinn Álfasteinn
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliði - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Tónmenntakennari í afleysingar út skólaárið, frá 1. janúar 2025 - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Listgreinakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Náttúrufræði- og stærðfræðikennari á unglingastig– Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennarar – Heilsuleikskólinn Hamravellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Leikskóla- og frístundaliði - Heilsuleikskólinn Hamravellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Leikskóla- og frístundaliði - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær