Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliði - Áslandsskóli

Um er að ræða 50-100% starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í skóla. Ráðið verður í stöðuna frá og með 15.janúar 2026

Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og er staðsettur í Áslandsshverfi í Hafnarfirði. Áslandsskóli er heildstæður grunnskóli með 1.-10.bekk og eru nemendur um 430 talsins. Einkunnarorð Áslandsskóla eru samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust. Áslandsskóli er heilsueflandi grunnskóli og er unnið markvisst að þeim málum innan skólans. Lögð er áhersla á að nemendur fái námsefni við hæfi og þrói þannig og þroski hæfileika sína með markvissum hætti. Í skólanum er lögð áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur.

Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum, styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda og skapa jákvæðan skólabrag.

Áslandsskóli er símalaus skóli frá 1.10.bekk

Skólinn byggir stefnu sína á fjórum stoðum náms og menntunar sem eru: Allar dygðir, Hnattrænn skilningur, Þjónusta við samfélagið, Að gera allt framúrskarandi vel.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Er stuðningur við börn í kennslustundum og á opnum svæðum
  • Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara
  • Starfar á frístundaheimili og á sumar- og leikjanámskeiðum
  • Tekur á móti nemendum og aðstoðar
  • Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum og snyrtingum snyrtilegum yfir daginn
  • Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma
  • Sinnir frímínútnagæslu, fylgd og gæslu í daglegu skólastarfi
  • Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu skóla- og frístundaliða og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Áhugi á faglegu starfi með börnum og unglingum
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Góð íslenskukunnátta
  • Almenn tölvukunnátta
  • Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum
  • Geta til að vinna undir álagi

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Elfa Guðmundsdóttir skólastjóri, [email protected], og Hálfdan Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri [email protected] eða í síma 585-4600.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 15.janúar 2026

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins

Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kríuás 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar