Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa um 2000 manns. Áhersla er lögð á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði.
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Lækjarsel - Lækjarskóli 

Lækjarskóli óskar eftir að ráða skóla- og frístundaliða í 30 - 50% starf fyrir skólaárið 2023-2024 í frístundaheimilið Lækjarsel.

Um er að ræða starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur í frístundaheimilinu Lækjarseli eftir hádegi alla virka daga. Eftir að hefðbundnum skóla lýkur geta nemendur í 1. - 4. bekk farið í frístundaheimilið Lækjarsel. Starfsemi Lækjarsels er í skólanum. Lækjarsel býður upp á fjölbreytt tómstundastarf til klukkan 17:00, alla virka daga, óháð getu, þroska eða fötlun barna. Sérstök áhersla er lögð á að koma til móts við alla hópa.

Í tómstundamiðstöðinni er starfsemi frístundaheimilis fyrir 6-9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10-16 ára börn.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfar með nemendum með sértækan vanda
Aðstoðar við almennt bekkjarstarf undir leiðsögn kennara
Starfar í frístundaheimili og á sumar- og leikjanámskeiðum
Tekur á móti nemendum og aðstoðar
Sinnir gangavörslu og eftirliti með húsnæði og búnaði, heldur göngum og snyrtingum snyrtilegum yfir daginn
Aðstoðar í matsal og við undirbúning matmálstíma
Fylgist með og aðstoðar börnin í leik og starfi
Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af starfi með börnum er æskileg
Íslenskukunnátta skilyrði
Almenn tölvukunnátta
Mikill áhugi og metnaður til að starfa með börnum
Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Stundvísi og samviskusemi
Auglýsing stofnuð18. september 2023
Umsóknarfrestur2. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Sólvangsvegur 4, 220 Hafnarfjörður
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.