Stykkishólmsbær
Stykkishólmur hefur á síðustu árum orðið að einum vinsælasta áfanga- og áningarstað landsins. Þar kemur margt til, ef til vill vegur þar þungt metnaður bæjarbúa fyrir að varðveita umhverfi sitt og sögu svo komandi kynslóðir fái notið þeirra á sama hátt og við gerum nú. Sú hugsun endurspeglast hvað best í miðbæ Stykkishólms sem óhætt er að vísa til sem safns gamalla húsa. Stykkishólmsbær fékk Skipulagsverðlaunin 2008, sem veitt eru af Skipulagsfræðifélagi Íslands, fyrir deiliskipulag miðbæjar, stefnu og framfylgd hennar og eru bæjarbúar ákaflega stoltir og þakklátir fyrir þá viðurkenningu.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi í Stykkishólmi
Leitað er að kraftmiklum skipulags- og umhverfisfulltrúa til að leiða þróun skipulags- og
umhverfismála hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Viðkomandi mun jafnframt sinna starfi
skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá sveitarfélaginu Eyja- og Miklaholtshreppi í gegnum
þjónustusamning við Sveitarfélagið Stykkishólm.
Hlutverk hans er að veita embættinu faglega forystu og móta framtíðarstefnu innan
ramma laga og reglugerða sem heyra undir skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamt því
að hafa eftirlit og eftirfylgni með að verkefnum sé framfylgt. Skipulags- og umhverfisfulltrúi
heyrir undir bæjarstjóra Stykkishólms. Hjá sveitarfélögunum er lögð áhersla
faglegt starf og þróun, öflugt samstarf og góða þjónustu. Starfsaðstaða er í Ráðhúsi Stykkishólms.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða faglega þróun og stefnumótun í skipulags- og umhverfismálum
- Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði skipulags- og umhverfismála
- Umsjón með skipulagsgerð og skipulagstillögum og sér um að gögn og málsmeðferð uppfylli ákvæði laga
- Eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum
- Umsjón með hönnunarverkefnum
- Samskipti og fyrirsvar gagnvart íbúum, opinberum stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum
- Umsjón með umhverfisverkefnum sveitarfélaganna, náttúruvernd og fagurri ásýnd umhverfis í sveitarfélaginu
- Umsjón með verkefnum tengdum náttúru og uppbyggingu ferðamannastaða
- Undirbúningur og eftirfylgni skipulagsfunda
- Önnur verkefni sem viðkomandi er falið hverju sinni og undir embættið heyra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Löggiltur skipulagsfræðingur eða sambærileg menntun og sérhæfing á sviði skipulagsmála sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
- Reynsla af skipulagsvinnu er kostur sem og þekking á lagaumhverfi og ferlum skipulagsmála
- Haldbær þekking á opinberri stjórnsýslu kostur
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Þjónustulund, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Fagmennska, samviskusemi og einlægur áhugi á málefnasviðinu
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Góð tölvukunnátta og færni í helstu forritum tengdum skipulagsvinnu
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur25. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 3, 340 Stykkishólmur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar