Rangárþing eystra
Rangárþing eystra
Rangárþing eystra er Heilsueflandi samfélag, meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra

Rangárþing eystra óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarfulltrúi ber ábyrgð á skipulagsgerð í sveitarfélaginu í samræmi við lög nr.123/2010 og reglugerðir auk framkvæmdar opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög nr. 160/2010 og reglugerðir. Viðkomandi heyrir beint undir sveitarstjóra og ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra í öllum störfum sínum og ákvörðunum. Um fjölbreytt starf er að ræða í sveitarfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón, framkvæmd og málsmeðferð skipulags- og byggingarmála í sveitarfélaginu.
  • Útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi.
  • Yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta.
  • Gerð fjárhagsáætlana í samvinnu við skrifstofustjóra og sveitarstjóra
  • Samskipti við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu.
  • Ábyrgð á og umsjón með útgáfu byggingarleyfa, vottorða og skráningu mannvirkja.
  • Umsýsla vegna stofnunar lóða og landskipta í sveitarfélaginu
  • Undirbúningur nefndarfunda, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála.


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. byggingarfræði, verkfræði, tæknifræði eða arkitektúr.
  • Æskilegt er að umsækjandi uppfylli skilyrði 8. og 25. gr. mannvirkjalaga og 7. gr. skipulagslaga.
  • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum byggingar- og skipulagsmálum er æskileg.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg.
  • Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð.
  • Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.
  • Góð tölvukunnátta og reynsla af notkun One System, Navision og Autodesk er kostur.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.


Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Auglýsing stofnuð24. maí 2023
Umsóknarfrestur5. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Austurvegur 4, 860 Hvolsvöllur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.