Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Skemmtilegt sumarstarf við umönnun barns

Velferðarsvið Kópavogs leitar eftir starfsfólki í skemmtilegt sumarstarf við að aðstoða tíu ára dreng úr Kópavogi og sjá um persónulegar þarfir heima fyrir. Drengurinn er með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast lissencephaly, notast við hjólastól og þarfnast aðstoðar við allar athafnir daglegs lífs.

Um hlutastarf á vöktum er að ræða. Viðkomandi þarf að geta unnið aðra hvora helgi og vaktir á virkum dögum, getur þó komið fyrir að það þurfi að vinna tvær helgar í röð en fá þá tvær helgar í frí á móti. Vaktir eru oftast frá 16:30-22:30 á virkum dögum eða 22:30-07:30. Helgarvaktir eru frá 9:00-16:00 og 16:00-23:00 og 23:00-09:00. Gott væri ef að einstaklingur geti tekið næturvaktir, bæði um helgar og á virkum dögum.

Ef þú hefur gaman af að vinna með börnum og til í að prófa skemmtilegt og spennandi starf við fjölþætta umönnun er þetta starfið fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð
Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við athafnir daglegs lífs
Lyfjagjafir
Eftirlit með líðan og stöðubreytingum barnsins
Samvinna við starfsmenn og aðstandendur
Önnur fjölbreytt verkefni og þáttaka í lífi barnsins
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af starfi með fötluðu fólki kostur
Reynsla af umönnunarstarfi kostur
Hæfni í mannlegum samskiptum
Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
Auglýsing stofnuð21. mars 2023
Umsóknarfrestur11. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Kópavogsbraut 5A, 200 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.