

Skemmtilegt sumarstarf í búsetukjarna
Viltu vera með í að skapa fötluðu fólki tækifæri til að lifa til fulls?
Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmönnum til liðs við okkur. Við veitum íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggjum okkur fram um að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Einnig leggjum við mikið upp úr góðri liðsheild og samvinnu á staðnum. Við störfum skv. lögum um fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og skv stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum.
Gengið er út frá því að starfsmenn vinni á fjölbreyttum vöktum (dag-, kvöld-, helgar- og næturvöktum). Um sumarstarf er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitafélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Starfað er samkvæmt hugmyndafræði um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.
Veita íbúum stuðning við allar athafnir dagsleg lífs.
Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum.
Virkja íbúa til þátttöku í samfélaginu.
Almenn heimilisstörf.
20 ára aldurstakmark.
Tala og skilja íslensku.
Hreint sakavottorð.
Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
Reynsla af störfum með fötluðu fólki er mikill kostur.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
Þjónustulund og jákvæðni í starfi.
Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi.
Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
Almenn tölvukunnátta.
Bílpróf.












