Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf á íbúðakjarna í Breiðholti

Óskað er eftir öflugum stuðningsfulltrúa í u.þ.b 60-80% stöðu. Unnið er á öllum tegundum af vöktum, morgun, kvöld, helgar og næturvöktum.

Í Tindaseli er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggileg samskipti. Þjónustan miðar að því að efla færni og lífsgæði íbúa sem gerir þeim kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Áhersla er á að veita ávallt framúrskarandi þjónustu.

Í boði er spennandi starf þar sem veitt er einstaklingsbundin þjónusta í samræmi við hugmyndafræðina um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf. Unnið er eftir stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks til að efla færni, auka sjálfstæði, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auka lífsgæði þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
  • Að styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald og samfélagsþátttöku.
  • Að sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoða þá varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
  • Að styðja einstaklinga til félagslegrar þátttöku s.s. að rækta félagstengsl, stunda afþreyingu og að sækja menningarviðburði.
  • Önnur þau störf sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun.
  • Reynsla af starfi með fötluðum æskileg.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Umhyggja og þolinmæði.
  • Góð íslenskukunnátta B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Sund og menningarkort Reykjavíkurborgar.
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngusamningur
Auglýsing birt8. desember 2025
Umsóknarfrestur21. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar