
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Skemmtilegt starf á heimili fatlaðs fólks
Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir starfsfólki, 18 ára eða eldri, í skemmtilegt starf á heimili fatlaðs fólks í Kópavogi. Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning, einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem skal tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra íbúa bæjarins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við þjónustunotendur í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
- Almenn heimilisstörf.
- Vera þjónustunotendum góð fyrirmynd.
- Stuðla að samfélagsþátttöku og auknu sjálfstæði þjónustunotenda.
- Að vera þátttakandi í að viðhalda gleði og jákvæðu hugarfari í umhverfi þjónustunotenda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tveggja ára nám á framhaldsskólastigi og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Almenn ökuréttindi skilyrði
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf.
- Framtakssemi og frumkvæði í starfi.
- Hæfni til að starfa undir andlegu og líkamlegu álagi.
- Hæfileikar til að aðlagast breyttum aðstæðum og tileinka sér nýjar nálganir.
- Góð íslenskukunnátta.
- Jákvætt hugarfar.
Fríðindi í starfi
- Skemmtilegur félagsskapur á vinnustað
- Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sund í sundlaugum bæjarins.
Auglýsing birt16. janúar 2026
Umsóknarfrestur30. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Skjólbraut 1A, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiFrumkvæðiHreint sakavottorðMannleg samskiptiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
NPA miðstöðin

Aðstoðarfólk í eldhús óskast til starfa
Heilsuvernd

Starfsfólk við sjúkra- & iðjuþjálfun óskast til starfa
Heilsuvernd

Deildarstjóri óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Búsetukjarnar í Skálahlíð

Sumarstarf - tvær aðstoðarkonur óskast saman á dagvaktir
Arnheiður og Árdís NPA

Starfsmaður óskast á skammtímadvölina Móaflöt í Garðabæ
Garðabær

Sumarstörf - Sóltún Heilsusetur
Sóltún Heilsusetur

Umsóknir fyrir ungmenni með fötlun
Sumarstörf - Kópavogsbær

Aðstoðarverkstjórnandi óskast! / Work leader assistant wanted!
NPA miðstöðin

Looking for a person with horse experience!
NPA miðstöðin

Óska eftir aðstoðarkonum í sveigjanlegt hlutastarf
NPA miðstöðin

Starfsmaður óskast á Ægisgrund
Garðabær