Breakout Reykjavík
Breakout Reykjavík
Breakout Reykjavík

Skemmtilegt hlutastarf í flóttaherbergi

Breakout Reykjavík auglýsir eftir ábyrgum og skemmtilegum einstaklingi til starfa sem leikjastjóri (game master) í afþreyingarstarfsemi flóttaherbergja fyrirtækisins. Um er að ræða hlutastarf með sveigjanlegum vinnutíma, aðallega á kvöldin og um helgar. Starfið hentar vel með námi eða öðrum störfum.

Leikjastjóri sér um móttöku viðskiptavina, útskýrir leikreglur og stýrir framvindu flóttaleikja í rauntíma. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu, yfirvegun, sjálfstæð vinnubrögð og skýra framkomu. Hlutverkið krefst skipulags, ábyrgðar og hæfni í mannlegum samskiptum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Taka á móti hópum og kynna leikreglur

  • Stýra leikjum með myndavélakerfi og veita vísbendingar

  • Tryggja góða upplifun og öryggi viðskiptavina

  • Endurstilla og undirbúa herbergi milli leikja

  • Halda utan um tímasetningar, bókanir og tengd samskipti

  • Aðstoð við daglegan rekstur 

  • Ef áhugi er fyrir hendi: þátttaka í efnissköpun fyrir samfélagsmiðla

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla úr þjónustustörfum er kostur

  • Reynsla sem þátttakandi í escape room er kostur

  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

  • Lipurð í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun

  • Góð íslenska og enska í ræðu og riti

Fríðindi í starfi

Við bjóðum

  • Lifandi og skapandi vinnuumhverfi

  • Tækifæri til að kynnast leikjagerð og upplifunardrifinni afþreyingu

  • Sveigjanlegan vinnutíma

  • Þjálfun í leikjastjórnun og þjónustu

  • Hvetjandi og samheldið teymi

Auglýsing birt8. júlí 2025
Umsóknarfrestur20. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hverfisgata 94-96, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar