Kársnesskóli
Kársnesskóli
Kársnesskóli

Skapandi og skemmtilegt starf

Kársnesskóli auglýsir starf aðstoðarforstöðumanneskju í Vinahóli

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru um 700 nemendur í 1. til 10. bekk og 110 starfsmenn og þar ríkir góður starfsandi. Við skólann er starfrækt frístund fyrir börn í 1. til 4. bekk. Frístundin Vinahóll starfar í anda stefnu Kópavogsbæjar um málefni frístundastarfs og klúbbastarfs en þar er lögð áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.

  • Um framtíðarráðningu er að ræða
  • Um er að ræða 100% starf
Helstu verkefni og ábyrgð

Aðstoðarforstöðumanneskja er staðgengill forstöðukonu og nánasti samstarfsaðili. Viðkomandi vinnur að mótun faglegs starfs og starfsáætlunar í samráði við forstöðukonu og skólastjórnendur, sem og að vinna samhliða öðru starfsfólki frístundar í beinni vinnu með nemendum bæði innan dyra og utan. Aðstoðarforstöðumanneskja ber sameiginlega ábyrgð með forstöðukonu á stjórnun og skipulagi allrar daglegrar starfsemi Vinahóls.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og áhugi á starfi með börnum
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til forystu í faglegu starfi
  • Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
  • Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg
Auglýsing birt16. september 2024
Umsóknarfrestur1. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Kársnesskóli, Vinahóll
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar