Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Sjúkraþjálfari - Heilsugæslan Mjódd
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ auglýsir eftir sjúkraþjálfara til að sinna hreyfiseðla- og stoðkerfismóttöku. Um er að ræða 60-100% ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
HH Seltjarnarnesi og Vesturbæ leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, góða samvinnu fagstétta og sveiganlegan vinnutíma. Á stöðinni starfa heimilislæknar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar ásamt öðru heilbrigðisstarfsfólki og riturum.
Mikil þróunarvinna er í gangi á stöðinni og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tekur á móti skjólstæðingum sem hafa fengið uppáskrifaðan hreyfiseðil frá heilbrigðisstarfsmanni og framkvæmir viðeigandi mælingar, setur upp hreyfiáætlun í samráði við skjólstæðing og fylgir henni eftir
- Metur, greinir og veitir ráðgjöf varðandi stoðkerfisvanda skjólstæðinga
- Skráir og fylgir eftir meðferð skjólstæðinga
- Nýtir faglega þekkingu til að forgangsraða og leysa viðfangsefni
- Veitir fræðslu til starfsfólks heilsugæslunnar
- Leiðbeinir samstarfsfólki
Menntunar- og hæfniskröfur
- Löggilt sjúkraþjálfarapróf
- Þriggja ára starfsreynsla sem sjúkraþjálfari
- Þekking á áhugahvetjandi samtalstækni
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð íslensku og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur16. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
EnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Þönglabakki 1, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (12)
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Fjörður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Miðbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur í ung- og smábarnavernd
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Hamraborg
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Sólvangi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Upplýsingamiðstöð HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efra-Breiðholti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hlíðum
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Þroskaþjálfi - málastjóri - Geðheilsuteymi taugaþroskaraskan
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sjúkraliði - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Fagstjóri lækninga - Heilsugæslan Efra Breiðholti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins