Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sjúkraþjálfari - Heilsugæslan Mjódd

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ auglýsir eftir sjúkraþjálfara til að sinna hreyfiseðla- og stoðkerfismóttöku. Um er að ræða 60-100% ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.


HH Seltjarnarnesi og Vesturbæ leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, góða samvinnu fagstétta og sveiganlegan vinnutíma. Á stöðinni starfa heimilislæknar, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingar ásamt öðru heilbrigðisstarfsfólki og riturum.

Mikil þróunarvinna er í gangi á stöðinni og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tekur á móti skjólstæðingum sem hafa fengið uppáskrifaðan hreyfiseðil frá heilbrigðisstarfsmanni og framkvæmir viðeigandi mælingar, setur upp hreyfiáætlun í samráði við skjólstæðing og fylgir henni eftir
  • Metur, greinir og veitir ráðgjöf varðandi stoðkerfisvanda skjólstæðinga
  • Skráir og fylgir eftir meðferð skjólstæðinga
  • Nýtir faglega þekkingu til að forgangsraða og leysa viðfangsefni
  • Veitir fræðslu til starfsfólks heilsugæslunnar
  • Leiðbeinir samstarfsfólki
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Löggilt sjúkraþjálfarapróf
  • Þriggja ára starfsreynsla sem sjúkraþjálfari
  • Þekking á áhugahvetjandi samtalstækni
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð íslensku og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur16. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Þönglabakki 1, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar