

Sjúkraþjálfari á Landakoti - Hefur þú áhuga á öldrunarsjúkraþjálfun?
Við sækjumst eftir sjúkraþjálfara í okkar góða hóp á Landspítala Landakoti. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi og er starfið er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Hér er kjörið tækifæri til að dýpka þekkingu og verða hluti af skemmtilegri og öflugri liðsheild. Sjúkraþjálfun á Landakoti sinnir fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu aldraðra. Lögð er áhersla á greiningarvinnu, fagþróun, kennslu og þverfaglegt samstarf. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum aðlögun undir handleiðslu reyndra sjúkraþjálfara á sviði öldrunarsjúkraþjálfunar.
Fríðindi í starfi eru m.a. samgöngusamningur, styttri vinnuvika o.fl. Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 klst. á viku vegna styttri vinnuviku en markmiðið er að stuðla að betri heilsu starfsfólks þar sem vinnutíminn er nýttur betur og starfsfólk hefur með því aukna möguleika til þess að samþætta vinnu og einkalíf.

















































