Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Sjúkraþjálfari

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) veitir íbúum Suðurnesja fyrsta- og annars stigs heilbrigðisþjónustu. Á HSS eru þrjú svið; heilsugæslusvið, sjúkrasvið og hjúkrunarsvið. Framundan er víðtæk uppbygging á stofnuninni, endurskoðun á þjónustuferlum sem og stefnu stofnunarinnar byggðri á Heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa í 60-100% starf eða eftir samkomulagi. Um er að ræða framtíðarstarf og miklir möguleikar eru í boði í útfærslu starfsins.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi.

Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem eru lausnamiðaðir og geta unnið sjálfstætt.

Á HSS er lögð áhersla á góða samvinnu, stuttar boðleiðir og góðan starfsanda.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf. Sjúkraþjálfari starfar í nánu samstarfi við fagfólk á deildum stofnunarinnar. Starfssvið eru m.a. hjúkrunardeild, sjúkradeild, hjartaendurhæfing og hreyfistjórnun. Sjúkraþjálfarar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi
  • Gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti
  • Faglegur metnaður og vandvirkni
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Hlýtt og jákvætt viðmót
  • Hjálpartækjakunnátta
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Starfsreynsla er kostur
Auglýsing birt30. júní 2025
Umsóknarfrestur21. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skólavegur 6, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar