

Sjúkraliði og stuðningsfulltrúar óskast til starfa
Ás styrktarfélag veitir fötluðu fólki fjölbreytta og metnaðarfulla þjónustu.
Félagið hefur að geyma framsækinn starfsmannahóp og góðan starfsanda sem skilar sér í faglegu og áhugaverðu starfi.
Í Vinnu og virkni Stjörnugróf eru laus störf bæði fyrir sjúkraliða og stuðningsfulltrúa í dagvinnu í 100 % starfshlutfall. Vinnutíminn er á bilinu 8.00-16:00.
Starfsmenn í vinnu og virkni taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í samvinnu við góðan starfsmannahóp í sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.
• Veitir fötluðum starfsmönnum aðstoð og leiðbeinir eftir þörfum varðandi vinnu, umönnun, félagslega þætti, sjálfshjálp og boðskipti
• Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður fatlaðra starfsmanna
• Leiðbeinir og aðstoðar við persónulegar þarfir
• Fylgir í vinnu og virkni tilboð
•Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af sambærilegum störfum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
• Sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
• Íslenskukunnátta
Íslenska










