Sóltún hjúkrunarheimili
Sóltún hjúkrunarheimili
Markmið Sóltúns er að veita íbúum sínum bestu hjúkrun og aðra þjónustu sem völ er á á hverjum tíma og vera aðlaðandi starfsvettvangur.
Sóltún hjúkrunarheimili

Sjúkraliði með leiðtogahæfileika

Sjúkraliði óskast í stöðu verkefnastjóra á Sóltúni hjúkrunarheimili. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall. Fyrirkomulag vakta samkomulag.
Starfið felur í sér almenn störf sjúkraliða við hjúkrun íbúa ásamt spennandi leiðtogahlutverki og verkefnastjórnun. Starfið býður upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Framúrskarandi samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvætt viðmót er lykilatriði fyrir leiðtogann að hafa.

Sóltún er heimilislegt hjúkrunarheimili og lifandi vinnustaður. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hulda Björg, hjúkrunarstjóri, s. 590-6322 eða hulda@soltun.is

Auglýsing stofnuð19. maí 2023
Umsóknarfrestur1. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Sóltún 2, 105 Reykjavík
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.