
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Sjúkraliði í sérhæfða dagþjálfun Roðasala
Roðasalir er sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma sem staðsett er í Salahverfinu í Kópavogi og rekin af velferðarsviði Kópavogs. Markmið þjónustunnar er að efla virkni, viðhalda færni og getu einstaklinga ásamt félagsstarfi. Með þjónustunni er hægt að lengja dvöl einstaklinga heima, rjúfa einangrun og létta á aðstandendum.
Við óskum eftir því að ráða til okkar drífandi og öflugan sjúkraliða sem hefur áhuga á félagsstarfi aldraðra. Um er að ræða tímabundið starf til 1 árs með möguleika á framlengingu. Unnið er í dagvinnu frá kl.08:00-16:00, alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umönnun og aðhlynning
- Stuðningur við félagsstarf
- Stuðningur við tómstundaiðju
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjúkraliðamenntun
- Góð íslenskukunnátta
- Jákvæðni og frumkvæði í starfi
- Góðir samskiptahæfileikar
- Þolinmæði og skilningur
- Góð skipulagshæfni og þekking á verkefnastjórnun er kostur
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Fríðindi í starfi
Frítt í sund á vegum Kópavogsbæjar og líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur20. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Roðasalir 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Sjúkraliði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (11)

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar óskast á meltingar- og nýrnadeild
Landspítali

Óskum eftir að ráða sjúkraliða í 60% starf
Læknastofur Akureyrar ehf.

Aðstoðarmaður tannlæknis
Tannir tannlæknastofa ehf

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á lyflækningadeild
Landspítali

Sjúkraliði óskast til starfa á Sjúkradeild á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Sjúkraliði óskast til starfa á Patreksfirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Snyrtifræðingur/hjúkrunarfræðingu/sjúkraliði óskast á Húðmeðferðarstofu
HÚÐIN Skin Clinic

Sjúkraliði á kvenlækningadeild 21A
Landspítali

Aðhlynning
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar

Sjúkraliði í blóðsýnatöku
Rannsóknasetrið í Mjódd

Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali