Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð

Vesturmiðstöð leitar að öflugum sjúkraliða í spennandi og fjölbreytt starf í heimahjúkrun. Um er að ræða ótímabundið starf í vaktavinnu. Starfshlutfall er samkomulag.

Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum. Lögð er áhersla á jákvætt starfsumhverfi sem skilar sér í öflugri heimaþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
  • Hjúkrun í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega
  • Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu
  • Virk þátttaka í teymisvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjúkraliðamenntun, íslenskt starfsleyfi
  • Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfinu SÖGU og RAI mælitækjum æskileg
  • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Sveigjanleiki og lausnarmiðað viðhorf
  • Ökuréttindi B
  • Íslenskukunnátta á bilinu B1-B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Menningarkort Reykjavíkur
  • Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
  • Stuðnings- og ráðgjafateymi
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur4. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar