Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun Framtíðarstarf

Heimahjúkrun í Norðurmiðstöð leitar að öflugum sjúkraliðum á fjölbreyttan og skemmtilegan vinnustað. Starfshlutfall er eftir samkomulagi.

Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-. skóla- og frístundarmála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðarhverfi. Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, félagsþjónustu og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Mikil þróunarvinna er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Innleiðing velferðartækni ásamt sérhæfðum verkefnum sem tengjast þverfaglegu, hreyfanlegu öldrunarteymi, með það að markmiði að styðja enn frekar við sjálfstæða búsetu aldraðra í eigin húsnæði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
  • Hjúkrunarþjónusta í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega
  • Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana og skráning í Sögu
  • Virk þátttaka í teymisvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjúkraliðamenntun, íslenskt starfsleyfi
  • Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfinu SÖGU og RAI mælitækjum æskileg
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Ökuréttindi
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
  • Íslenskukunnátta á bilinu B2-C2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Samgöngustyrkur
  • Menningarkort Reykjavíkur
Auglýsing stofnuð25. september 2023
Umsóknarfrestur23. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn ökuréttindiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar