
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Sjúkraliði í endurhæfingarteymi
Vesturmiðstöð auglýsir eftir sjúkraliða í endurhæfingarteymi. Um er að ræða starf í dagvinnu, starfshlutfall er 100%.
Hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi byggist á þverfaglegri endurhæfingu inn á heimili íbúans þar sem áhersla er lögð á hjálp til sjálfshjálpar. Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, heimastuðnings og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.
Endurhæfingarteymið samanstendur af iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi, íþróttafræðingi, sjúkraliðum og félagsliða. Teymið veitir persónumiðaða þjónustu þar sem endurhæfingaráætlun byggist á þörfum íbúans og hefur það markmið að styðja og styrkja færni, auka bjargráð og virkja samfélagsþátttöku.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita persónumiðaða aðstoð við athafnir daglegs lífs á heimili notandans, ráðgjöf og stuðning
- Framfylgja meðferðáætlun í samvinnu við aðrar fagstéttir teymisins
- Virk þátttaka í teymisvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Sjúkraliðamenntun, íslenskt starfsleyfi.
-
Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfinu SÖGU og RAI mælitækjum æskileg
-
Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
-
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Sveigjanleiki og lausnarmiðað viðhorf
-
Ökuréttindi B
-
Íslenskukunnátta á bilinu B1-B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
-
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort Reykjavíkur
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
Auglýsing stofnuð17. nóvember 2023
Umsóknarfrestur5. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (13)

Stuðningsfulltrúi í íbúðarkjarna Bríetartúni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Starfsmaður í heimastuðning- tímabundin afleysing
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Starfsfólk í heimastuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Starfsmaður í heimastuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Deildarstjóri fjármála og rekstrar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Málstjóri farsældar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Vaktavinna í heimastuðningi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Málstjóri farsældar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Spennandi starf stuðningfulltrúa í íbúðakjarna í Grafarholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í Endurhæfingarteymi Austurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðningfulltrúi hjá VirknimiðstöðRVK
Reykjavíkurborg - VelferðarsviðSambærileg störf (9)

Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi - Spennandi stör...
Landspítali
Ráðgjafi
Vinakot
Umönnun - Hraunvangur
Hrafnista
Sjúkraliði á öldrunarlækningadeild K2 Landakoti
Landspítali
Sjúkraliði, verkefnastjóri
Sólvangur hjúkrunarheimili
Sjúkraliði - Göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma
Landspítali
Erum við að leita að þér?
The House of Beauty
Tanntæknir - aðstoð á tannréttingastofu
Ortis
Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali