Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í endurhæfingarteymi

Vesturmiðstöð auglýsir eftir sjúkraliða í endurhæfingarteymi. Um er að ræða starf í dagvinnu, starfshlutfall er 100%.

Hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi byggist á þverfaglegri endurhæfingu inn á heimili íbúans þar sem áhersla er lögð á hjálp til sjálfshjálpar. Unnið er eftir samþættri heimaþjónustu heimahjúkrunar, heimastuðnings og endurhæfingarteymis með það að markmiði að veita örugga og góða þjónustu við fólk í heimahúsum.

Endurhæfingarteymið samanstendur af iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðingi, íþróttafræðingi, sjúkraliðum og félagsliða. Teymið veitir persónumiðaða þjónustu þar sem endurhæfingaráætlun byggist á þörfum íbúans og hefur það markmið að styðja og styrkja færni, auka bjargráð og virkja samfélagsþátttöku.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita persónumiðaða aðstoð við athafnir daglegs lífs á heimili notandans, ráðgjöf og stuðning
  • Framfylgja meðferðáætlun í samvinnu við aðrar fagstéttir teymisins
  • Virk þátttaka í teymisvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjúkraliðamenntun, íslenskt starfsleyfi.
  • Þekking og reynsla af sjúkraskrárkerfinu SÖGU og RAI mælitækjum æskileg
  • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Sveigjanleiki og lausnarmiðað viðhorf
  • Ökuréttindi B
  • Íslenskukunnátta á bilinu B1-B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsustyrkur
  • Menningarkort Reykjavíkur
  • Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
Auglýsing stofnuð17. nóvember 2023
Umsóknarfrestur5. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar