
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)
Hlutverk og stefna HSS
Heilsugæslusvið HSS sinnir heilbrigðisþjónustu við heilbrigða og sjúka sem ekki dveljast á sjúkrahúsum, sbr. 19.gr. heilbrigðislaga nr. 97/1990 og heilbrigðisáætlun heilbrigðisráðuneytisins. Heilsugæslan skal tryggja grunnþjónustu í heilsugæslu á starfssvæðinu, s.s. almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, vakt- og bráðaþjónustu og forvarnarstarf. Áherslu skal leggja á málaflokka eins og áfengis- og tóbaksvarnir, slysavarnir, geðheilbrigði, hjarta- og heilavernd, næringarráðgjöf, mataræði og krabbameinsvarnir. Þá er rétt að undirstrika mikilvægi þess að efla heimaþjónustu enn frekar og hafa þannig að markmiði að skjólstæðingar, bæði aldraðir og sjúkir, geti dvalið heima hjá sér sem allra lengst.
Stefna HSS er að veita Suðurnesjabúum lögbundna heilsugæslu í heimabyggð, að unnt sé að bóka tíma samdægurs á heilsugæslu ef skjólstæðingur óskar þess og að biðtími á biðstofu eftir bókuðum tíma verði ekki meira en 30 mínútur að jafnaði.
Undir sjúkrahússvið fellur sjúkrahúsþjónusta sem greinist í lyflækningar og endurhæfingaþjónustu annars vegar og skurðlækningar og fæðingarhjálp hins vegar. Sjúkrahúsið er ætlað sjúku fólki til vistunar, þar sem læknishjálp, hjúkrun og allur aðbúnaður er í samræmi við reglugerðir og lög um heilbrigðisþjónustu. Nú er starfrækt hjúkrunardeild í Grindavík í tengslum við sjúkrahúsið og legudeild á 2. hæð í Reykjanesbæ. Á ljósmæðravakt eru fjögur rúm.
Sjúkrahúsið hefur á að skipa sérgreinalæknum bæði í skurðlækningum og lyflækningum. Þá er rekin slysa- og bráðamóttaka í nánum tengslum við heilsugæslusvið.
Stefna HSS er að uppfylla 70-80% af þjónustuþörf íbúa Suðurnesja fyrir sjúkrahúsþjónustu. Sérhæfð og flókin þjónusta verður eftir sem áður sótt til Landspítala háskólasjúkrahúss.
https://hss.is/index.php/um-hss/hss/hlutverk-og-stefna

Sjúkraliði á rannsókn
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskar eftir að ráða sjúkraliða í blóðtökur á rannsókn. Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi til að slást í hópinn okkar. Um er að ræða 50-80% starf í dagvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Blóðtaka
- Móttaka sýna
- Símasvörun
- Samskipti við aðrar deildir
- Sjá um pökkun sendinga
- Þrif á áhöldum
Sjúkraliðar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum deildarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
- Faglegur metnaður
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Nákvæm og vönduð vinnubrögð
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur24. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skólavegur 6, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sjúkraliði óskast á endurhæfingardeildina á Grensási
Landspítali

Sjúkraliði á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Landspítali

Sjúkraliði á dag- og göngudeild Hjartagáttar
Landspítali

Snyrtifræðingur / sjúkraliði - 50%
Útlitslækning

Sumarstarf - Sjúkraliðar
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Sjúkraliði á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í endurhæfingarteymi Vesturmiðstöðvar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í sérhæfða dagþjálfun Roðasala
Kópavogsbær

Gleðiríkt tímavinnustarf og sumarafleysing á Selfoss
NPA miðstöðin

Ráðgjafi
Vinakot

Sumarstörf á HSU - Sjúkraliðar/nemar á lyflækningadeild
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Snyrtifræðingur / sjúkraliði - 50%
Útlitslækning