

Sjúkraliði á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild
Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G á Landspítala við Hringbraut óskar eftir að ráða jákvæðan og þjónustulundaðan sjúkraliða. Viðkomandi þarf að hafa ríka samskipta- og samstarfshæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða morgun- og helgarvaktir. Starfið er laust frá 16. október 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild er 14 rúma legudeild sem tilheyrir hjarta-, æða- og krabbameinssviði og er staðsett á 2. hæð á Landspítala við Hringbraut. Hjúkrun skjólstæðinga deildarinnar er mjög fjölbreytt og krefjandi og snýr að sjúklingum sem farið hafa í aðgerðir vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Einnig sinnir deildin bráðainnlögnum sem tengjast brjóstholi og sjúklingum með augnsjúkdóma sem þarfnast innlagnar.
Á deildinni starfar áhugasamur hópur ýmissa starfstétta s.s. lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ritara, auk stoðstétta sem koma eftir þörfum s.s. sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar. Á deildinni er lögð áhersla á öryggi sjúklinga og starfsfólks, samvinnu teyma og stöðugar umbætur. Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki og veita góða og markvissa aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.





























































