Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi - Spennandi störf á smitsjúkdómadeild
Ertu góður liðsmaður og langar þig að starfa þar sem ríkir góður starfsandi og áhersla er á samvinnu, virðingu og jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi?
Við sækjumst eftir reynslumiklum sem og nýútskrifuðum sjúkraliðum í okkar góða hóp. Einnig leitum við eftir sjúkraliðanemum í starfsnámi. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulagsatriði og eru störfin laus frá 1. janúar 2025 eða eftir samkomulagi.
Smitsjúkdómadeild Fossvogi er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 einstaklingar í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingsmiðaða aðlögun.