

Sjúkraliðar á bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi
Við óskum eftir metnaðarfullum sjúkraliðum í okkar góða hóp á bæklunarskurðdeild B5 Fossvogi. Við bjóðum velkomna sjúkraliða sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifaða. Unnið er í vaktavinnu skv. vaktaskipulagi deildarinnar. Starfshlutfall er 70%-100% og ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Deildin er bráðadeild og sinnir flestum bráðatilfellum er tengjast stoðkerfi vegna slysa. Auk þess sinnir deildin sjúklingum sem leggjast inn vegna ýmisa aðgerða á stoðkerfi s.s, eftir gerfiliðaaðgerðir. Góður starfsandi ríkir á deildinni sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.






























































