
IKEA
Í dag starfa um 450 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.

Sjálfbærnifulltrúi - Tímabundin staða
IKEA leitar eftir drífandi og jákvæðum einstaklingi til að sinna starfi sjálfbærnifulltrúa í tímabundið starf til tólf mánaða.
Starfið felur í sér mótun, framfylgd og eftirfylgni ýmissa verkefna sem tengjast sjálfbærnimálum fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í verkefnum sem miða að því að framfylgja samfélas- og umhverfisstefnu fyrirtækisins
- Vinna við UFS skýrslu og aðra skýrslugerð
- Notkun á umhverfisstjórnunarkerfi
- Þátttaka í gerð kynningarefnis fyrir starfsfólk og viðskiptavini um umhverfisstefnu IKEA
- Upplýsingagjöf innan- og utan fyrirtækis um mál tengd samfélagsábyrgð fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla af sambærilegu starfi
- Þekking á reglugerðarumhverfi tengdu sjálfbærni
- Brennandi áhugi á sjálfbærnimálum
- Skipulagshæfni, vandvirkni, frumkvæði og nákvæmni
- Góð almenn tölvukunnátta
- Mjög góð samskiptafærni og jákvæðni
- Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt25. mars 2024
Umsóknarfrestur8. apríl 2024
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)