Siðmennt
Siðmennt
Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Félagið er veraldlegt lífsskoðunarfélag og hefur að viðfangsefni þau viðhorf og lífsgildi sem eru persónulega mikilvæg og náin hverjum einstaklingi í leit að tilgangi og hamingju í lífinu. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði. Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið var stofnað árið 1990 í kringum borgaralega fermingu en þróaðist fljótt í að vera fullgilt húmanískt félag með aðild að alþjóðasamtökum húmanista. Siðferðismál, þekkingarfræði og fjölskyldan eru kjarni þeirra viðfangsefna sem Siðmennt sinnir. Félagið býður nú upp á athafnarþjónustu fyrir helstu tímamót lífsins; fæðingu, fermingu, hjónaband og lífslok.
Siðmennt

Siðmennt leitar að framkvæmdastjóra

Siðmennt leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra.


Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinna þjónustu við félagsmenn
- Skipuleggja viðburði félagsins
- Umsjón með bókhaldi og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlunar
- Uppfæra og setja efni inn á vefsíðu félagsins og samfélagsmiðla.
- Samskipti við fjölmiðla
- Önnur verkefni í þágu félagsins

Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.
- Reynsla af gerð rekstar- og fjárhagsáætlana
- Reynsla af stjórnun og/ eða verkefnastjórnun æskileg
- Góð tölvukunnátta nauðsynleg
- Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Góð enskukunnátta
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Við leitum að kraftmiklum einstaklingi með húmaníska lífsýn sem er tilbúinn til að starfa fyrir vaxandi félag. Starfið er laust frá 1. ágúst n.k. eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur til og með 31. maí n.k.

Siðmennt er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem stendur vörð um mannréttindi, vinnur að þekkingarfræði og bættu siðferði. Félagið stendur fyrir hátíðlegum athöfnum á stórum stundum fjölskyldna eins og nafngjöfum, fermingum, giftingum og útförum.

Auglýsing stofnuð24. maí 2018
Umsóknarfrestur31. maí 2018
Starfstegund
Staðsetning
Túngata 14, 101 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.