Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sérnámsstöður í heimilislækningum við heilsugæslu HSU á Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir lausar stöður sérnámslækna í heimilislækningum við heilsugæsluna á Selfossi. Námið er byggt á marklýsingu fyrir sérnám í heimilislækningum og jafnframt taka sérnámslæknar vikulega þátt í fræðilegu námi og fyrirlestrum með öðrum sérnámslæknum í Reykjavík (hálfur dagur á viku).

Um er að ræða 100% starf og er næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu við starfsstöðina.

Frábært tækifæri til að öðlast víðtæka reynslu með fjölbreyttu starfi heilsugæslu á landsbyggðinni.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúkrahúss-, bráða- og öldrunarþjónustu, auk þess að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almennar lækningar, heilsuvernd og leiðbeiningar til skjólstæðinga og aðstandenda
  • Almenn vaktþjónusta og bráðaþjónusta sem tengist heilsugæslunni á Selfossi
  • Virkur þáttakandi í uppbyggingu og framþróun heilsugæslu ásamt fræðslu og vísindastarfi á stöðugt stækkandi heilbrigðisstofnun
  • Þátttaka í verkefnum starfsstöðvar, þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og framþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði 
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Hæfni í tjáningu í ræðu og riti 
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf
Auglýsing birt20. júní 2025
Umsóknarfrestur15. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Árvegur 161836, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar