

Sérnámsstöður í bæklunarskurðlækningum - Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri
Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í sérnám í bæklunarskurðlækningum. Sótt er annaðhvort um fyrri hluta sérnáms (fyrstu tvö ár í sérnámi) eða seinni hluta sérnáms (seinni þrjú ár í sérnámi). Taka skal fram í umsókn hvort sótt er um fyrri eða seinni hluta sérnáms. Sérnámið er byggt á marklýsingu frá Svensk Ortopedisk Förening í Svíþjóð og er framgangsmat unnið samkvæmt þeirra forskrift og í samræmi við reglugerð 856/2023. Marklýsingin er vottuð og viðurkennd af mats- og hæfisnefnd Heilbrigðisráðuneytisins. Sérnám fer fram á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri og einnig í samstarfi við Handlæknastöðina.
Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Upphafsdagur ráðningar er 27. febrúar 2024 en þann dag er móttökudagur, annars getur upphaf starfs verið samkvæmt samkomulagi við kennslustjóra.
Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum. Ef samvinna hefur verið staðfest milli LSH og SAk um sérnám í viðkomandi sérgrein er gert ráð fyrir að sérnámslæknar vinni á báðum stöðum nema sérstakar aðstæður leyfi það ekki.
Sérnám í læknisfræði á Íslandi hefur þróast hratt á undanförnum árum. Nú er veitt sérnám í flestum grunngreinum lækninga á Íslandi í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið. Sérnám lækna hefur mikilvæga þýðingu fyrir framþróun lækninga, gæði og öryggi þjónustu við sjúklinga.
Doktorsnám er mögulegt samhliða klínísku sérnámi. Ef fyrir liggur samþykkt rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám getur umsækjandi sótt um slíka stöðu. Að lágmarki væri þá um 50% ráðningu við Landspítala að ræða eða eftir samkomulagi og klínískt sérnám lengt sem því nemur og í samræmi við reglugerð 856/2023. Taka skal óskir um slíkt sérstaklega fram í athugasemdum við umsókn og í kynningarbréfi.
Sjá .
Sjá almennt um sérnám í læknisfræði, og .





























































