
Sérnámslæknar í heimilislækningum
Sérnámslæknar í heimilislækningum Heilsugæsluna Höfða
Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum hjá Heilsugæslunni Höfða. Staðan veitist frá 1. febrúar 2024 eða eftir nánara samkomulagi og með fyrirvara um samþykki inntöku og framgangsnefndar (samkvæmt viðmiðunarreglum/marklýsingu).
Sérnámið:
Sérnám í heimilislækningum hefur verið starfrækt í fjölda ára á Íslandi og er Heilsugæslan Höfða hluti af því.
Sérnámið byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item33037/vidurkenning-a-marklysingu-fyrir-sernam-i-heimilislaekningum-a-islandi-
Sérnámið fer fram undir virkri handleiðslu handleiðara sem er sérfræðingur í heimilislækningum og fylgir sérnámslækni eftir allan námstímann.
Sérnámslæknir skipuleggur nám sitt í samráði við handleiðara og kennslustjóra sérnáms.
Námið fer fram á heilsugæslustöð í 3 ár og á sjúkrahúsi í 2 ár. Starfshlutfall er 100%
Kostir sérnáms:
- Einstaklingsmiðuð námsáætlun
- Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sérfræðinga
- Blokkasamningur við Landspítala varðandi spítalahluta sérnámsins
- Hópkennsla hálfan dag í viku
- Þátttaka í rannsóknar- eða gæðastarfi
- Sameiginlegar námsferðir innanlands sem utan
- Rafræn sérnámsmappa sem heldur utan um framgang í námi
- Almennar lækningar og heilsuvernd
- Nám samhliða starfi
- Rannsóknar og gæðastarf
- Íslenskt lækningaleyfi
- Að hafa lokið sérnámsgrunnsári eða sambærilegu námi
- Mjög góðir samskiptahæfileikar, fagmennska og jákvæðni
- Hæfni og vilji til að vinna náið með skjólstæðingum og samstarfsfólki
- Frumkvæði, faglegur metnaður og geta til að starfa sjálfstætt
- Áreiðanleiki, samviskusemi og vandvirkni
- Vilji til þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu
- Lausnamiðuð hugsun og vinnubrögð
- Íslenskukunnátta nauðsynleg





