
Leikskólinn Álfaborg
Leikskólinn Álfaborg er þriggja deilda leikskóli sem starfar í anda Reggio Emilia og er staðsettur í Reykholti, Biskupstungum. Nýtt húsnæði leikskólans var tekið í notkun í október 2019. Í leikskólanum starfar metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leikskólans og grunnskólans Bláskógaskóla í Reykholti.

Sérkennslustjóri
Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir sérkennslustjóra til starfa í 100% stöðu frá og með ágúst 2025. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Félags leikskólakennara en tímabundin viðbótarlaun greiðist vegna átaksverkefnis til að fjölga leikskólakennurum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
-
Ber ábyrgð á og hefur yfirumsjón með gerð verkefna og einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu, í samvinnu við deildarstjóra og aðra sem sinna sérkennslu.
- Yfirumsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu, gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
- Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans.
- Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
- Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf kennara, sbr. lög nr. 95/2019, III kafli 9. grein og IV kafli 20. grein.
- Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
- Reynsla af sérkennslu
- Reynsla af starfi í leikskóla
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð íslenskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
- Sund/líkamsræktarkort
- Fatastyrkur
- Stytting vinnuvikunar
- Skapandi starfsumhverfi
- Yfirvinnugreiðslur (6 klst.)
Auglýsing birt5. júní 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Aratunga 167193, 801 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
KennariÞroskaþjálfi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri í skólaþjónustu
Borgarbyggð

Kennari í Leikskólann Aðalþing
Aðalþing leikskóli

Deildarstjóri stoðþjónustu - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólakennari / leiðbeinandi í ungbarnaleikskóla
Ungbarnaleikskólinn Bríetartún

Deildarstjóri – Leikskólinn Hlíðarendi
Hafnarfjarðarbær

Grunnskólakennari - Grunnskólinn í Borgarnesi
Borgarbyggð

Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli

Þroskaþjálfa vantar í Salaskóla
Salaskóli

Atferlisfræðingur - Sérkennsla í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg

Umsjónarkennari í einhverfudeild Hraunvallaskóla
Hafnarfjarðarbær

Leikskólinn Bæjarból auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra
Garðabær

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir starfsmanni í stuðning
Garðabær