
Rjúpnahæð
Leikskólinn Rjúpnahæð er sex deilda leikskóli staðsettur við Rjúpnasali í Kópavogi. Leikskólinn vinnur eftir aðalnámskrá leikskóla og samkvæmt leikskólastefnu Kamii og DeVries, sem byggist á hugsmíðahyggju. Hugsmíðahyggja er sú hugmynd að tækið sem barnið notar til náms er leikurinn, hann er kjarninn í uppeldi og menntun þess. Litið er á barnið sem virkan aðila að eigin uppbyggingu félagslegrar færni, siðgæðis- og vitsmunaþroska.
Meginmarkmið leikskólans er að stuðla að sjálfræði barnanna með lýðræði að leiðarljósi. Unnið er út frá forsendum barnanna miðað við þroska og getu sem lýsir sér í því að umhverfi barnanna sé skipulagt þannig að það stuðli að því að barnið geti með góðu móti nálgast þann efnivið sem það þarfnast og umhverfið sé hvetjandi, rannsakandi, áhugavert og að það veki hjá þeim hvöt til að rannsaka, kanna og skoða.
Í uppeldisstefnunni varðandi sjálfræði eru fræði Devires og Kamii höfð til hliðsjónar einnig er stuðst við Barnasáttmálann. Í leikskólanum er lögð mikil áhersla þátttöku barnanna í skólasamfélaginu með því að fá þeirra sjónarmið á málefnum sem skipta þau máli. Allar þessar áherslur tengjast með skýrum hætti Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áherslu á sjálfbærni menntun.

Sérkennslustjóri í Rjúpnahæð
Leikskólinn Rjúpnahæð óskar eftir sérkennslustjóra
Við erum sex deilda leikskóli í Salahverfinu, við erum í stöðugri þróun og leggjum áherslu á krefjandi og skemmtilegt starf með börnunum.
Hugmyndafræði leikskólans byggir á hugsmíðahyggju og meginmarkmið okkar er sjálfræði með lýðræði að leiðarljósi. Við vinnum með hugtök sem snúa meðal annars að lýðræði, gleði, virðingu, sjálfsbjargarviðleitni, sjálfstæði o.fl.
Hlutverk sérkennslustjóra er að vera faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum. Í Rjúpnahæð starfar faglegur og framúrskarandi starfsmannahópur sem vinnur saman að gera góðan leikskóla enn betri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra
- Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla
- Vinnur í nánu samstarfi við deildastjóra, foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og viðtöl með þeim
- Er tengiliður farsældar samkvæmt farsældarlögum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi
- Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsnám í sérkennslufræðum eða öðru því sem nýtist í starfi
- Góð íslenskukunnátta - skilyrði
- Ábyrgð, áreiðanleiki og jákvæðni
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Frítt í sund
- 36 stunda vinnuvika / vinnustytting
Auglýsing birt28. apríl 2025
Umsóknarfrestur18. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Rjúpnasalir 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri stoðþjónustu - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir aðstoðarleikskólastjóra
Urriðaholtsskóli

Leikskólinn Hæðarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær

Deildarstjóri Leikskólinn Geislabaugur
Leikskólinn Geislabaugur

Deildarstjóri óskast til starfa í leikskólann Hamra.
Leikskólinn Hamrar

Aðstoðarforstöðumaður í frístundastarfi fatlaðra barna/ungl
Kringlumýri frístundamiðstöð

Leikskólakennari á Hnoðraból
Borgarbyggð

Deildarstjóri Leikskólinn Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við Leikskólann Lyngholt, Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennarar/Leiðbeinendur í Klettaborg
Borgarbyggð

Leikur og málörvun - HOLT
Leikskólinn Holt

Svæðisstjóri æskulýðsmála á Austurlandi
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa