Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini. Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis. Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.
Borgarbyggð

Sérkennslustjóri í leikskólanum Andabæ

Auglýst er eftir sérkennslustjóra til starfa í Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 75% stöðu. Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra og öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá leikskóla, stefnu viðkomandi sveitarfélags og skólanámskrá leikskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar ásamt leikskólastjóra
Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans
Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa, foreldra og þeirra sem koma að sérkennslu
Hefur umsjón með uppeldis-og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu, gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa
Tekur þátt í stjórnendateymi skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, Bs. í sálfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
Reynsla af sérkennslu
Reynsla af starfi í leikskóla
Lipurð og svegjanleiki í samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
Góð færni í mannlegum samskiptum
Góð íslenskukunnátta
Góð tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð20. mars 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Digranesgata 2, 310 Borgarnes
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMikil hæfni
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.