

Sérkennslustjóri Heilsuleikskólinn Kór
Heilsuleikskólinn Kór sem staðsettur er í Baugakór í Kópavogi auglýsir eftir sérkennara, þroskaþjálfa eða með sambærilega menntun í stöðu sérkennslustjóra í skólanum. Staðan er laus frá ágúst 2022.
Heilsuleikskólinn Kór er sjálfstætt starfandi er sex deilda skóli með um 112 börnum og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur sem leggur áherslu á hreyfingu, sköpun og næringu. Kjörorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“
Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á jákvæða og umhyggjusama skólamenningu og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir.
Aðrar áherslur:
Heilsueflandi leikskóli
- Tökum þátt í þróunarverkefni með Landlæknisembættinu um heilsueflandi leikskóla.
Leikur og sköpun
- Áhersla á umhyggjusamt námsumhverfi
- Efla hlutverka- og ímyndunarleik barnanna
- Fjölbreytt tækifæri til sköpunar í hvetjandi umhverfi
Jákvæð og uppbyggjandi samskipti
- „Blær“ vináttuverkefni er forvarnarverkefni gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla og dagforeldrum.
Læsi og málörvun
- „Lubbi finnur málbein“, íslensku málhljóðin í brennidepli. Bókin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára.
Umhverfismennt
- Grænfánaskóli síðan 2012
- Útinám, mikil áhersla á vettvangsnám og nærumhverfi okkar
Umsækjandi þarf að vera:
- Tilbúinn að tileinka sér stefnu og starfsaðferðir skólans.
- Samvinnufús og hefur góða hæfni í samskiptum.
- Tilbúinn að taka þátt í öflugri starfsþróun.
- Stundvís, samviskusamur, jákvæður, sýna frumkvæði og hafa ánægju af því að vinna með ungum börnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun
- Þroskaþjálfi
- Reynsla af sérkennslu er æskileg
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Sérkennslustjóri er ráðinn í 75% stöðu með möguleika á fullu starfi.
Frekari upplýsingar veita Berglind R. Grétarsdóttir og Kolbrún G. Haraldsdóttir í síma 570 - 4940 eða á netfangið kor@skolar.is
Umsóknarfrestur er til 31. maí 2022.











