Heilsuleikskólinn Kór
Heilsuleikskólinn Kór
Skólar ehf.
Heilsuleikskólinn Kór

Sérkennslustjóri Heilsuleikskólinn Kór

Heilsuleikskólinn Kór sem staðsettur er í Baugakór í Kópavogi auglýsir eftir sérkennara, þroskaþjálfa eða með sambærilega menntun í stöðu sérkennslustjóra í skólanum. Staðan er laus frá ágúst 2022.

Heilsuleikskólinn Kór er sjálfstætt starfandi er sex deilda skóli með um 112 börnum og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur sem leggur áherslu á hreyfingu, sköpun og næringu. Kjörorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“

Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á jákvæða og umhyggjusama skólamenningu og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir.

Aðrar áherslur:

Heilsueflandi leikskóli

  • Tökum þátt í þróunarverkefni með Landlæknisembættinu um heilsueflandi leikskóla.

Leikur og sköpun

  • Áhersla á umhyggjusamt námsumhverfi
  • Efla hlutverka- og ímyndunarleik barnanna
  • Fjölbreytt tækifæri til sköpunar í hvetjandi umhverfi

Jákvæð og uppbyggjandi samskipti

  • „Blær“ vináttuverkefni er forvarnarverkefni gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla og dagforeldrum.

Læsi og málörvun

  • „Lubbi finnur málbein“, íslensku málhljóðin í brennidepli. Bókin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára.

Umhverfismennt

  • Grænfánaskóli síðan 2012
  • Útinám, mikil áhersla á vettvangsnám og nærumhverfi okkar

Umsækjandi þarf að vera:

  • Tilbúinn að tileinka sér stefnu og starfsaðferðir skólans.
  • Samvinnufús og hefur góða hæfni í samskiptum.
  • Tilbúinn að taka þátt í öflugri starfsþróun.
  • Stundvís, samviskusamur, jákvæður, sýna frumkvæði og hafa ánægju af því að vinna með ungum börnum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun
  • Þroskaþjálfi
  • Reynsla af sérkennslu er æskileg
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Sérkennslustjóri er ráðinn í 75% stöðu með möguleika á fullu starfi.

Frekari upplýsingar veita Berglind R. Grétarsdóttir og Kolbrún G. Haraldsdóttir í síma 570 - 4940 eða á netfangið kor@skolar.is

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2022.

Helstu verkefni og ábyrgð
Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu og veitir ráðgjöf til foreldra og annarra starfsmanna leikskólans.
Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa og starfsmanna leikskólans.
Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Kennarapróf
Þroskaþjálfi
Reynsla af sérkennslu
Fríðindi í starfi
Fata- og samgöngustyrk
Veglegar jólagjafnir og árshátíð í boði fyrirtækisins
Heilsueflingu- og líkamsræktarstyrk
Þrjár heilsusamlegar máltíðir á dag
Auglýsing stofnuð11. maí 2022
Umsóknarfrestur27. maí 2022
Starfstegund
Staðsetning
Baugakór 25, 203 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.