

Sérkennari
Heilsuleikskólinn Kór sem staðsettur er í Baugakór í Kópavogi auglýsir eftir þroskaþjálfa, kennara og/eða annað uppeldismenntað starfsfólk til að koma í teymið okkar.
Heilsuleikskólinn Kór var byggður sem sex deilda leikskóli og opnaður
árið 2006. Síðasta vetur voru fimm deilidr opnar með 88 nemendur og í ár verður sú breyting gerð að það verða starfræktir tveir gangar í leikskólanum, yngri og eldri gangur. Allir leikskólar innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda heilsustefnunnar sem hverfist um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og
nærsamfélagsins.
Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi
Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast
þau þarf líka að vera í fyrirrúmi. Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga.
Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd. Viðverustefna umbunar starfsmönnum
fyrir góða viðveru en styður þá sem eitthvað bjátar á hjá.
Taktu þátt í að byggja upp gott teymi hjá okkur
Við leitum að öflugu starfsfólki í eftirfarandi störf:
- Leikskólakennarar
- Uppeldismenntað starfsfólk
- Sérkennara/þroskaþjálfa
- Leiðbeinendur
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
- Að vinna að gerð einstaklingsnámskrár og fylgja henni eftir
- Að veita barni þjálfun, leiðsögn og stuðning
- Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður úthlutar
Næsti yfirmaður er sérkennslustjóri
Hæfniskröfur
- Reynsla af sérkennslu æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð íslenskukunnátta
50-100% starf í boði.
Áætlað er að fara í námsferð í maí 2024.
Frekari upplýsingar veitir Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir skólastjóri í síma 570 - 4940 eða á netfangið [email protected]











