Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa um 2000 manns. Áhersla er lögð á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði.
Hafnarfjarðarbær

Sérkennari - Leikskólinn Hörðuvellir

Leikskólinn Hörðuvellir auglýsir eftir sérkennara í 50-100% starf.

Leikskólinn er fjögurra deilda með 70 börn. Hörðuvellir eru á fallegum útsýnisstað við lækinn.

Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af sérkennslu með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, þó þeir hafi ekki kennsluréttindi.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna, þ.m.t að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi í samstarfi við deildarstjóra.
Veita leikskólabörnum stuðning í daglegu starfi leikskólans
Skipuleggur og heldur utan um sérkennslu í nánu samstarfi við sérkennslustjóra
Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf sem sérkennari (Leyfisbréf fylgi umsókn)
Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
Góð samskiptahæfni.
Áhugi á að vinna með börnum
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð14. september 2023
Umsóknarfrestur27. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Tjarnarbraut 30, 220 Hafnarfjörður
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.